Eyri, búnaður

Húsið að Eyri er ágætlega útbúið til skemmri og lengri dvalar. Þar er að finna stofu, 3 svefnherbergi, borðstofu, eldhús og salerni á aðalhæðinni og undir húsinu að hluta er kjallari með leikherbergi, þvottahúsi og geymslu.

Húsið hentar vel t.d þremur hjónum ásamt 2-4 börnum. Svefnaðstaðan er í megindráttum svona:
Í aðalsvefnherbergi er hjónarúm og lítill sófi.
Í minna herbergi er hjónarúm (tvö samliggjandi einföld rúm) ásamt koju
Í herbergi innaf borðstofu er hjónarúm og koja þar fyrir ofan
Í stofu er stór sófi sem hægt er að sofa í ef þurfa þykir.
Auk þess eru 5 dínur í kjallara.
Um 10 sængur og koddar eru til aflögu,

Í stofu er sjónvarpstæki og í eldhúsi er  rúmgóður ísskápur og örbylgjuofn.
Í kjallara er þvottavél og í leikherbergi í kjallara.

Mjög gott grill er einnig við húsið.